English version


Dýrfinna tekur þátt í sýningu á Bifröst
(10/10 ´06)


Laugardaginn 14. október n.k. verður haldin ráðstefna á Bifröst af Menningarráði Vesturlands og Háskólanum á Bifröst undir yfirskriftinni: Menning, spenning – fyrir hvern?
Á Vesturlandi hefur menning blómstrað allt frá landnámi og eiga fáir landshlutar jafn sterka menningararfleifð. Í dag stunda myndlistarmenn og handverksfólk vinnu sína í héraði, starfræktir eru kröftugir tónlistarskólar, söngstarf og ritlist blómstrar og svo mætti lengi telja.
En til hvers er menning eiginlega og hvaða hlutverki gegnir hún í samfélagi eins og á Vesturlandi? Hvers virði er menning og er virkilega hægt að græða á henni? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem fjallað verður um á ráðstefnunni.
Myndlista- og listhandverksmenn munu halda sýningu samhliða ráðstefnunni: Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Lára Gunnarsdóttir úr Stykkishólmi, Snjólaug Guðmundsdóttir frá Brúarlandi, Dýrfinna Torfadóttir frá Akranesi, Ingibjörg Ágústsdóttir frá Stykkishólmi og Sigríður Erla Gunnarsdóttir sem kynnir verkefni unnin úr Búðardalsleir.
Sjá nánar í fréttatilkynningu á heimasíðu Háskólans á Bifröst (sjá tengil hér í næstu línu):
http://www.bifrost.is/default.asp?sid_id=907&tId=2&fre_id=37584&meira=1&Tre_Rod=005|008|&qsr


Eldri fréttir

Skart fyrir fulltrúa Íslands í alheimskeppninni (11/9 ´06)
Sýning í Frakklandi (15/7 ´06)
Sumarsýning Handverks & Hönnunar (1/7 ´06)


<< Til baka á forsíðu