English version


Sumarsýning Handverks & Hönnunar
(1/7 ´06)


Ég tek þátt í sumarsýningu 2006 sem opnar í sýningarsal HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Aðalstræti 12, 2. hæð laugardaginn 1. júlí kl. 16.00.
Þetta er í fjórða sinn sem haldin er sumarsýning hjá HANDVERKI OG HÖNNUN og hef ég tekið þátt í þeim að einni undanskilinni. Sýningarnar hafa verið vel sóttar af innlendum og erlendum ferðamönnum. Á sumarsýningunni 2006 verður bæði hefðbundinn íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Á sýningunni eru hlutir m.a. úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri.
Sýningin er haldin í kjölfar samkeppi sem fjölmargir tóku þátt í og valdi dómnefnd muni frá þrjátíu og sjö aðilum til sýningar.
Sýnendur eru: Aðalbjörg Erlendsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Áslaug Höskuldsdóttir, Auður Inga Ingvarsdóttir, Brynja Baldursdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Eva Vilhelmsdóttir, Gegga - Helga Birgisdóttir, Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Guðrún Þórsdóttir, Hallfríður Tryggvadóttir, Helena Sólbrá Kristinsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Jón Guðmundsson, Katrín Grétarsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, María Valsdóttir, Marý, Ólafía Lára Ágústsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Reynir Sveinsson, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Sigurður K. Eiríksson, Snjólaug G. Sigurjónsdóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Svetlana Matusa, Trausti B. Óskarsson, Zatín (Soffia Margrét Hafþórsdóttir og Hulda Björk Grímsdóttir), Þóra Breiðfjörð og Þórhildur Þorgeirsdóttir.
Margrét Jónsdóttir leirlistamaður og Ragna Fróða fatahönnuður sjá um uppsetningu sýningarinnar sem stendur frá 1. júlí til 27. ágúst 2006 og er opið daglega frá kl. 13.00 til 17.00. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Sjá nánar á www.handverkoghonnun.is

<< Til baka á forsíðu